miðvikudagur, 20. ágúst 2014

Hin gyllta mjólk

Hin gyllta mjólk: Drykkurinn sem gæti breytt lífi þínu

Dásamlegur drykkur
Dásamlegur drykkur

Hin gyllta mjólk er dásamlegur drykkur til að fá sér á kvöldin og ávinningurinn er meiriháttar.

Eitt aðal hráefnið í þessari uppskrift er Turmeric.

Í Turmeric er curcumin sem er polyphenol og virkar þetta efni á 150 vegu á líkamann. Í Turmeric eru andoxunarefni, bólgueyðandi efni og efni sem hamla krabbameinsfrumum að myndast.

Fleiri ávinningar eru:

Eykur orkuna
Passar upp á kólestrólið
Er afar gott fyrir meltinguna
Hreinsar lifrina
Lækkar blóðþrýsting
Er gott fyrir minnið og heilastarfsemi
Gott fyrir hina ýmsu húðkvilla
Ef þú blandar svörtum pipar saman við Turmeric þá ertu að þúsund falda gæði þess. Og líkaminn nýtir hina gylltu mjólk enn betur.

Hin gyllta mjólk

Skref 1: Búa til Turmeric leir – deig

Hráefni:

¼ bolli af Turmeric dufti
½ tsk af svörtum muldum pipar
½ bolli af vatni

Leiðbeiningar:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í lítinn pott og hrærðu vel saman. Hafðu meðal hita undir pottinum og hrærðu stöðugt, eða þangað til blandan er orðin eins og þykkt deig eða leir. Þetta tekur ekki langan tíma svo alls ekki fara frá pottinum.
Látið blönduna kólna og setjið svo í krukku og inn í ísskáp.

Skref 2: Hin gyllta mjólk

Hráefni:
1 bolli af möndlumjólk eða kókósmjólk
1 tsk af kókósolíu
¼ tsk eða meira af Turmeric deiginu sem þú bjóst til
Hunang eftir smekk


Blandið öllum hráefnum saman nema hunanginu og setjið í pott. Hafið meðal hita undir pottinum. Á meðan hráefnin eru að hitna, hrærðu þá stöðugt og passaðu að blandan sjóði ekki. Bættu núna hunanginu við.
Hellið svo í bolla og njótið~
Í þessu myndbandi má sjá hvernig hin gyllta mjólk er búin til:

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Grænn og kröftugur



Væn lúka af spínati
Hálf sítróna
Lillunögl af engifer
1 banani
1 sellerí stilkur
Ca hálft glas af vatni
Allt sett í blandara og skreytt með myntu ;)

fimmtudagur, 17. apríl 2014

Kefir kefir kefir allt um kefir :)

Hér er nánast allt um þennan yndislega svepp :)  eða kefir eins og ég kalla hann 

mánudagur, 7. apríl 2014

Fallegur með rauðrófusafa

Bragðgóður, fallegur, hollur 


Rauðrófusafi frá Beutelsbacher, 2 dl jarðaber, 1 banani, engifer, sellerí, gott að setja smá stevíu og hörfræjarolíu 


Fékk uppskriftina frá Grænni áskorun Hildar :) algjör snilli 

Einn uppáhalds

Þessi kemur á óvart :)



 Bláber, Jarðaber, Banani, Spínat, Sellerí, Appelsína, Hörfræjarolía.



Fékk uppskriftina frá Grænni áskorun Hildar :) algjör snilli 

sunnudagur, 30. mars 2014

Einn annar

1 dl. rauðrófusafi frá Beutelsbacher
1 ½ dl. af mangó- og eplasafa frá Beutelsbacher
1 dl. kiwi froosh
2 gulrætur
1 lúka af frosnu mangó (alveg slatti)
1 kreist sítróna
1 msk. af hreinu próteini frá NOW